WordPress námskeið á netinu

Frábær leið til að læra WordPress vefsíðugerð – Listi yfir WordPress námskeið og miðla fyrir byrjendur

Að læra á WordPress getur verið yfirþyrmandi og fyrir marga er nauðsynlegt að fá aðstoð með fyrstu skrefin og að finna gott WordPress námskeið getur verið erfitt. Þess vegna höfum við tekið saman lista af góðum WordPress miðlum og námskeiðum bæði í texta og myndbandsformi.

Athugið að þessi listi er ætlaður byrjendum sem stefna á að setja upp sinn eigin vef alveg frá grunni í fyrsta sinn og eru að leita að aðstoð við lykilatriði.

Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi, heldur aðeins það sem við höfum kynnt okkur og mælum með.

1. WPBeginner

Wordpress vefsíðugerð aðstoð

  1. WPBeginner er góður byrjunarreitur þar sem hægt er að nálgast mikið af grunn upplýsingum. Vel skrifaðar greinar og spjallþráður þar sem notendur leysa vandamál saman. Þau eru einnig með Youtube rás með vel gerðum kennslumyndböndum.

2. Smashing MagazineWordpress Námskeið Vefsíðugerð

Smashing Magazine er vefur með alls konar greinum tengda vefsíðugerð, myndvinnslu og app framleiðslu. Þeir skrifuðu nýlega ítarlega grein um upphafsskrefin í uppsetningu á WordPress vef, skref fyrir skref.

A Beginner’s Guide To Creating A WordPress Website

3. WebTegrity

WebTegrity er Youtube rás sem hleður upp nýju myndbandi á hverjum miðvikudegi. Rásin er full af gagnlegum hnitmiðuðum myndböndum sem byrjendur og lengra komnir geta nýtt sér. Flest myndbönd eru tiltölulega stutt og fjalla um ákveðin efni.

https://www.youtube.com/user/webtegrity/

Mikið að læra

Að smíða fallegar, notendavænar og gagnlegar vefsíður krefst mun meira en að kunna á stakt vefumsjónarkerfi eins og WordPress. Vefhönnun, myndvinnsla, HTML og CSS kunnátta er einungis byrjunin ef ætlunin er að sjá um allt upp á eigin spýtur.

Einnig eru atriði eins og grunn leitarvélabestun,  skilningur á Google Analytics og Google Search console orðin mikilvæg.  Við munum skrifa færslur um það seinna meir.

Fyrir þá sem eru að leita að fagþjónustu í vefmálum geta kynnst sem upp á hvað VISKA býður upp á  hér.